08. júlí. 2009 08:03
 |
Máttur frá Torfunesi. Ljósm. Magnús Karl Gylfason |
Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum lauk á sunnudaginn. Það þótti takast með ágætum; veður var gott, gestir voru um 3000 talsins, hross nærri 400 og glæsileg tilþrif sáust. Á meðfylgjandi mynd er hestur mótsins, Máttur frá Torfunesi, þar sem Erlingur Ingvarsson knapi hans tekur hann til kostanna en þeir sigruðu í A flokki gæðinga. Í Skessuhorni sem kemur út í dag er ítarleg umfjöllun á fjórum síðum um mótið í máli og myndum. Þar eru m.a. helstu úrslit og rætt við nokkra gesti sem ýmist áttu hross á mótinu eða komu til að fylgjast með.