Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2009 10:49

Launamál starfsmanna íþróttamannvirkja komist á hreint

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir í grein á heimasíðu félagsins í gær, að launamál starfsmanna íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar verði að komast á hreint áður en skrifað verði undir kjarasamning sem nú liggur nánast fyrir klár við launanefnd sveitarfélaganna. „Það hlýtur að vera skilningur á meðal allra að starfsmenn sem ná ekki 300.000 í mánaðarlaunum geta á engan hátt tekið á sig skerðingu á sínum launum,“ segir Vilhjálmur í kjölfar samþykkta sem gerðar voru á fundi bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag. Á fundi bæjarráðs voru samþykktar alls kyns sparnaðarleiðir fyrir bæjarsjóð. Það sem vakti sérstaka athygli formanns Verkalýðsfélags Akraness voru verulegar breytingar á vinnutilhögun starfsmanna íþróttamannvirkja og skólaliða sem munu að hans mati klárlega hafa umtalsverð áhrif á launakjör þessara hópa.

Í fundargerð bæjarráðs kemur m.a. fram að frá 1. október nk. verði breyting á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, íþróttahússins við Vesturgötu og Bjarnalaugar. Opnunartími verði styttur um eina klukkustund virka daga og tvær klukkustundir laugardaga og sunnudaga. Lokað verði alla stórhátíðardaga og sérstaka frídaga.

 

„Þessi ákvörðun þýðir það að starfsmenn íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar eru að lækka frá rúmum 10% upp í rétt tæp 15%. Formaður hefur dæmi um einstaka starfsmenn sem eru við þetta að lækka um 365.000 til 800.000 krónur á ársgrundvelli. Það er algjörlega óviðunandi að starfsmaður sem er með 3.379.000 krónur í árslaun, eða 281.000 á mánuði skuli lækka í launum niður í 3.011.000 krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 31.000 krónum á mánuði.

 

Verkalýðsfélag Akraness gerir þá kröfu að slegin verði skjaldborg um þá starfsmenn sem eru undir 300.000 kr. í mánaðarlaun. Það er einfaldlega lítið sem ekkert hægt að taka af slíkum launum, þau rétt duga til lágmarksframfærslu miðað við þá gengdarlausu hækkun sem orðið hefur á greiðslubyrði fólks,“ segir Vilhjálmur á heimasiðu VLFA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is