Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2009 11:39

Dópaður stal bíl og hjólhýsi

Í gærkvöldi var bíl með hjólhýsi stolið í Borgarnesi. Eigandi þess var nýkominn úr ferðalagi og hafði skotist inn í heimahús í smástund og nýtti þjófurinn sér það. Í nótt fannst síðan hjólhýsið við Snorrastaði í Kolbeinsstaðahreppi þar sem það hafði verið skilið eftir. Skömmu síðar fannst bíllinn einnig, illa farinn við afleggjarann upp að heiði við Svínavatn. Þjófurinn fannst síðan á rölti á Heydalsvegi við Oddastaðavatn og er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum virðist sem maðurinn hafi ekið allgreitt með hjólhýsið í eftirdragi. Tjón á bílnum er mikið því undirvagn hans er meðal annars illa farinn eftir utanvegaakstur og höfðu rúður í bílnum auk þess verið brotnar. Þá var innbú og matvæli sem höfðu verið í hjólhýsinu illa farin eftir ferðina. Ökumaðurinn var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann gistir fangageymslur. Hann verður væntanlega yfirheyrður síðar í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is