Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2009 11:51

Telja veg um Grunnafjörð raunhæfan kost

Ný veglína færi yfir ós Grunnafjarðar
Vegagerðin hefur skilað skýrslu um mögulega framtíðarstaðsetningu hringvegarins á milli Hvalfjarganga og Borgarness og er einn kosturinn sá að þvera Grunnafjörð, eins og margoft hefur verið bent á. Sú leið styttir vegalengd milli Borgarness og Akraness um 7 kílómetra en hringveginn einungis um einn kílómetra þó að þjóðvegurinn yrði færður vestur fyrir Akrafjall. Endurskoðun á þessum hluta vegakerfisins er nú gerð meðal annars með tilliti til umferðaröryggis, umferðarrýmdar, fjölda akreina og staðsetningar og útfærslu vegamóta, að því að fram kemur í frétt frá Vegagerðinni. Talið er ljóst er að þörf sé á miklum endurbótum á hringveginum á þessum kafla og styður það að framkvæmdinni yrði hraðað. Meginniðurstaða greinargerðarinnar um helstu umhverfisáhrif af þverun Grunnafjarðar er er að brú breyti sjávarföllum óverulega og að nýr hringvegur um Grunnafjörð sé raunhæfur kostur.

Grunnafjörður var gerður að friðlandi árið 1994. Afmörkun friðlandsins er einnig skráð sem hluti af Ramsarsáttmálanum, það er votlendi er talið hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.

 

Sjá skýrslu Vegagerðarinnar HÉR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is