09. júlí. 2009 03:03
 |
Rjúkandi Reifur lýsir hér kostum Gróða frá Byrjun |
Marteinn Njálsson bóndi á Leirárgörðum þótti fara á kostum í hlutverki bóndans Rjúkandi Reifs sem mætti á kvöldvöku Fjórðungsmótsins á Kaldármelum um síðustu helgi með gæðinginn Gróða frá Byrjun. Gróði er undan Þvælu frá Upphafi og Uppspuna frá Rótum. Þetta var kostagripur sem Rjúkandi Reifur vildi selja síðustu 20 hlutina af 200. Gróði kom fyrst fram fyrir ári síðan og þá voru hlutabréfin seld á 1000 krónur en nú voru þau seld á 5000 krónur, þannig að þau hafa hækkað um 500% meðan allt annað hefur fallið í verði. Seldir voru 15 hlutir á Kaldármelum og mega áhugasamir hafa samband við Rjúkandi Reif um síðustu 5 hlutina.
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.