10. júlí. 2009 09:03
Það er ekki langt síðan að mikið líf var í mörgum Breiðafjarðareyjanna, en núna mun aðeins vera föst búseta í Flatey. Þeir eru þó margir sem enn muna tíðina í eyjunum og blaðamaður Skessuhorns var svo heppinn að hitta einn þeirra á bryggjunni í Stykkishólmi á dögunum. Þetta er hann Gestur Már Gunnarsson sem fyrstu ár ævi sinnar var í Hrappsey, ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu, Gesti Sólbjartssyni og Jakobínu Helgu Jakobsdóttur, og langömmu sinni Ingibjörgu Ólafsdóttur. Þau gömlu tóku Gest í fóstur af móður hans Sólbjörtu Sigríði Gestsdóttur sem var eitt nýju systkina og barna þeirra Hrappseyjarhjóna. Gestur Már var tíu árum yngri en yngsta systkinið og því raun eina og tíunda barnið. Það má því nærri geta að hann hafi verið augasteinn afa og ömmu og langömmunnar í Hrappsey.
Sjá spjall við Gest í Skessuhorni vikunnar.