10. júlí. 2009 02:30
Hækkun á fæðisgjaldi leikskóla Akraneskaupstaðar var samþykkt á fundi bæjarráðs Akraness í gær. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að fæðisgjald mun hækka um 5,5%. Gjald fyrir morgunverð, hádegisverð auk síðdegishressingar mun hækka samtals um 316 krónur á mánuði. Breytingin tekur gildi 1. ágúst næstkomandi.