10. júlí. 2009 04:04
 |
Frá Flatey á Breiðafirði |
Næstu daga verður sannkölluð veðurblíða um nær allt land. Fram á laugardag verður hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað, en hætt við þokulofti við sjóinn, einkum norðaustantil. Það verður austan 3-10 m/sekúndu á laugardag og áfram þurrt en heldur skýjaðra. Hiti 10 til 20 stig og hlýjast inn til landsins líkt og verið hefur síðustu daga. Áfram verður hæglætisveður á sunnudag. Á mánudag er gert ráð fyrir rigningu eða súld norðan- og austanlands en annars úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast hér á suðvestanverðu landinu.
Góða helgi!