13. júlí. 2009 08:05
Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur opnað heimasíðu á vefslóðinni; www.arnarvatnsheidi.is. Félagið nær yfir sunnanverða heiðina og er á nýju síðunni að finna ýmsar upplýsingar um vötnin, reglur sem veiðimenn þurfa að fara eftir, veiðisögur, sölu veiðileyfa og myndir. Þá er hægt að panta veiðileyfi og afnot af húsum félagsins í gegnum síðuna.