Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2009 08:05

Vestlendingar fáliðaðir á Landsmóti UMFÍ

Keppendur frá UMSB við mótssetninguna. Ljósm. Guðm. Sig.
Ekki var mikið um að Vestlendingar skipuðu sér á verðlaunapall á nýafstöðnu Landsmóti UMFÍ, sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Einum besta árangri heimamanna náði Leifur Geir Grétarsson Umf. Skipaskaga sem sigraði í 800 metra skriðsundi og 200 m. bringusundi. Sigurður Guðmundsson UMSB varð í öðru sæti í starfshlaupi og fjórði í 100 metra bringusundi. Guðbjörg Lóa Þorgrímsdóttir UDN varð í öðru sæti í yfir 65 kílóa flokki í glímu. Guðrún Bjarnadóttir UMSB hafnaði í 5. sæti í jurtagreiningu, sem var ein fjölmargra starfsíþrótta á mótinu.

Aftur á móti voru Vestlendingar sigursælir í kynningargreinum á landsmótinu. Skagamaðurinn Helgi Berg Friðþjófsson (Helgasonar) sigraði í fjallabruni; hjólakeppni er fram fór í Hlíðarfjalli. Í maraþonhlaupi vann Stefán Gíslason UMSB í sínum aldursflokki og Ingimundur Grétarsson UMSB hampaði þar bronsverðlaunum.

 

Vestlenskt íþróttafólk sýndi þátttöku á landsmótinu óvenju lítinn áhuga að þessu sinni. Langfjölmennasta sveitin var frá UMSB, eða 39 keppendur. Frá Ungmennafélaginu Skagaskaga og UDN voru örfáir þátttakendur og ekki einn einasti frá Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.

 

Guðmundur Sigurðsson hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar segir að þrátt fyrir þó þetta stóra sveit frá UMSB hafi gengið brösuglega að fá íþróttafólk til þátttöku og reyndar hafi verið áberandi slöpp þátttaka frá mörgum héraðssamböndum út um landið. Þess vegna hafi stóru samböndin og íþróttabandalögin verið mjög áberandi á mótinu. Í heildarstigakeppninni sigraði Íþróttabandalag Akureyrar, Héraðssambandið Skarphéðinn varð í öðru sæti og Ungmennasamband Kjalnesinga í því þriðja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is