Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 08:06

Bjarki er yngsti klúbbmeistarinn í sögu GB

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram dagana 8.-11. júlí og lauk með viðhöfn á laugardaginn í blískaparveðri. Alls tóku 53 keppendur þátt og háðu drengilega keppni í átta forgjafarskiptum flokkum. Klúbbmeistari karla varð Bjarki Pétursson og sigraði hann meistaraflokkinn á 313 höggum. Bjarki, sem er einn efnilegasti kylfingur sem GB hefur átt, er yngsti kylfingurinn í 36 ára sögu klúbbsins til að bera sigur úr býtum í meistaraflokki, en kappinn mun fagna 15 ára afmæli sínu 2. desember næstkomandi. Sannarlega glæsilegur áfangi hjá Bjarka. Klúbbmeistari kvenna varð Júlíana Jónsdóttir og lék hún hringina fjóra á 370 höggum. Júlíana er titlinum margkunnug, en þetta mun vera í níunda skipti sem hún hampar honum.

Sjá önnur úrslit mótsins í Skessuhorni sem kemur út í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is