Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 09:06

Alsælir með sumarvinnuna sína

“Það kemur alltaf eitthvað af ferðafólki hingað, bæði Íslendingar og útlendingar. Krakkarnir hérna koma mikið til að skoða það sem er í búrunum, þetta er fínasta vinna hérna,” segir Ólafur Hlynur Illugason en sumarvinnan hans er í Sjávarsafninu í Ólafsvík. Í haust ætlar Ólafur svo í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Með honum í Sjávarsafninu er Guðmundur Gunnar Garðarsson, sem er að vinna á Sjávarrannsóknarsetrinu, sem er í sama húsi, en hleypur þó oft í að starfa við safnið líka. Hann segist vera Ólsari því þar er hann fæddur og uppalinn en er búsettur í Mosfellsbæ núna og stundar nám í Menntaskólanum við Sund. “Það er svo gott að vera hérna að ég kem hingað á sumrin og er hér hjá afa og ömmu.”

 

 

Þeir félagarnir segja krakkana í Ólafsvík áhugasama um safnið og að þeir komi oft með það sem þeir veiði á bryggjunni til að setja í búrin í safninu, aðallega kola og ufsa. “Einn kom hingað um daginn með kola, sem hann hafði stungið í vasann á jakkanum sínum. Hann var alveg alsæll þegar hann tók hann upp úr vasanum og uppgötvaði að kolinn var enn lifandi. Svo erum við líka með gildru hérna í höfninni og tökum það sem í hana kemur, bæði krabba og fisk til að setja í búrin hérna. Við erum með flestar algengustu fiskitegundirnar hérna í búrunum auk krabbanna,” segir Guðmundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is