Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 10:32

Friðarhlauparar synda yfir Hvalfjörð í dag

Hlaupið við ýmsar aðstæður, hér á toppi Snæfellsjökuls. Ljósm. sig.
Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjólegur grasrótarviðburður. Hlaupið hófst hér á landi 1. júlí síðastliðinn og endar á morgun í Reykjavík. Hlauparar hafa nú undanfarna daga hlaupið um Snæfellsnes og komu á Akranes í gær. Í dag synda þeir síðan yfir Hvalfjörð og leggja af stað um ellefuleitið frá nágrenni Grundartanga. Hlaupararnir hófu ferð sína í Reykjavík en eiga nú aðeins eftir að  ljúka rúmlega 2200 kílómetra hring um Ísland með því að hlaupa suður Kjós. Hlauparar eru sjálfboðaliðar frá um 60 þjóðum og er markmið þeirra að styrkja málstaðinn með því að nota sumarfríið sitt til að hlaupa. “Markmið hópsins er þannig ekki að safna fé eða leita eftir stuðningi við pólitískan málstað heldur að stuðla að náungakærleik milli fólks af öllu þjóðerni og hjálpa til við að styrkja bönd alþjóðlegrar vináttu og einingar,” sagði Dipavajan Renner frá Austurríki í samtali við fréttaritara Skessuhorns þegar hann var staddur á toppi Snæfellsjökuls sl. mánudagskvöld ásamt Ítala, Svisslendingi, Bandaríkjamanni og fleiri hlaupurum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is