Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 11:25

Ríkið búið að slá þjóðlendumálunum á frest í tvö ár

Óðinn Sigþórsson.
Fundur sem haldinn var um þjóðlendumál meðal Snæfellinga í Samkomuhúsinu í Grundarfirði í gærkveldi, var haldinn við þær kringumstæður að fjármálaráðherra hefur nú nýverið ákveðið að a.m.k. tveggja ára hlé verði gert á kröfugerð ríkisins til þjóðlenda. Þetta er ein aðgerð ráðherra vegna ríkisfjármála, væntanlega í því augnamiði að spara peninga en þjóðlendumálin hafa orðið kostnaðarsöm öllum hagsmunaaðilum; ríki, sveitarfélögum og einstaklingum enda fallið um 30 hæstaréttardómar vegna krafna um þjóðlendur.  Það var héraðsnefnd Snæfellinga sem gekkst fyrir kynningarfundinum í Grundarfirði í gærkveldi. Þar var fyrir svörum Óðinn Sigþórsson sem unnið hefur að undirbúningi þjóðlendumála fyrir hönd Búnaðarsamtaka Vesturlands og sveitarfélaga á starfssvæði þess, meðal annars með hnitsetningu landamerkja jarða og lands í eigu einstaklinga og sveitarfélaga á svæðinu.

Í spjalli við Skessuhorn fyrir fundinn í gær sagði Óðinn að þessi nýja staða í þjóðlendumálum vekti upp ýmsar spurningar og ljóst sé að hún muni hægja mjög á ferlinu, en búið er að úrskurða um þjóðlendur á um helmingi landsins. Þau svæði sem eftir eru, er Tröllaskaginn, Skagafjörður, Húnavatnssýslur, Vesturland, Vestfirðir og Austfirðir, sem skildir voru eftir þegar úrskurðað var um þjóðlendur á Austurlandi.

 

Sjá nánar í frétt í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is