17. júlí. 2009 10:03
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu lagaskilyrði til íhlutunar stofnunarinnar vegna reksturs tjaldsstæða Borgarbyggðar á sömu kennitölu og sveitarfélagsins. Kæra barst Samkeppniseftirliti frá ferðaþjónustuaðila í Borgarfirði þar sem þess var krafist að fjárhagslegur aðskilnaður yrði gerður á rekstri sveitarsjóðs Borgarbyggðar og tjaldsvæða í eigu sveitarfélagsins. Í svari við þessu erindi, sem kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs, kemur fram að Samkeppniseftirlit telur ekki efni til að aðhafast í málinu.