15. júlí. 2009 03:06
 |
Högni með vinum sínum. |
Á Fjórðungsmóti hestamanna sem fram fór á Kaldármelum fyrstu dagana í júlí var Högni Bæringsson í Stykkishólmi heiðraður fyrir áratuga farsælt starf að málefnum hestamanna. Högni, sem er 74 ára gamall, hefur alla tíð haft áhuga á hestamennsku og hann var einn þeirra sem voru í forystunni þegar svæðið á Kaldármelum var fyrst byggt upp. Hann hefur starfað við öll Fjórðungsmótin sem þar hafa verið haldin en gerir þó lítið úr starfi sínu við tvö þau síðustu. Rætt er við Högna í Skessuhorni sem kom út í dag um hestamótin, hrossaræktina í dag, störfin við akstur og síðar verkstjórn hjá Stykkishólmsbæ.