Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2009 01:03

Hefur opnað keramikvinnustofu á Akranesi

Nýlega var opnuð formlega keramik vinnustofa á Akranesi. Það var María Kristín Óskarsdóttir sem nýtti Írsku daga helgina til að opna stofuna í kjallara hússins við Stekkjarholt 5. Vinnustofuna, sem er um leið lítið gallerí, kallar María Kristín, Leiranda. Þar gerir hún ýmsa nytjahluti úr keramiki, svo sem bolla og könnur auk skúlptúra.  „Ég var mjög ánægð með aðsóknina og jákvæð viðbrögð fólks á opnunarhelginni. Það komu til dæmis um 100 manns til mín á laugardeginum.  Margir voru hissa á þeim hlutum sem ég er með, bjuggust við þessum klassíska englum og gylltu skálum. Ég ætla samt að fara rólega af stað, hef ekki ennþá ákveðið reglulegan opnunartíma hluta dagsins, en ætla að gera það fljótlega. Ég held að það sem ég er að vinna í keramikinu sé ágætt til að breikka flóruna í bænum.“

Nánar er rætt við Maríu Kristínu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is