16. júlí. 2009 07:22
Vegna vinnu við stofnæð hitaveitu OR á Akranesi verður lokað fyrir heita vatnið í dag frá klukkan 09:00 og til klukkan 16:00 í öllu bæjarfélaginu. Orkuveitan vill benda fólki á að hafa ekki þvottavélar eða önnur tæki, sem taka inn á sig heitt vatn, í gangi á meðan vatnslaust er og athuga sérstaklega að skilja ekki eftir opið fyrir heitavatnskrana meðan á lokuninni stendur.