16. júlí. 2009 08:04
Öllum sjö tilboðunum sem bárust í eignir Loftorku í síðustu viku var hafnað af Elís Þorlákssyni skiptastjóra þrotabúsins og Íslandsbanka sem var aðallánadrottinn fyrirtækisins. Hluti þessa tilboðhóps var boðið að senda inn ný tilboð fyrir hádegi á mánudag, þar á meðal þeim sem falið var að reka fyrirtækið tímabundið, hópi lykilstarfsmanna í Loftorku og fyrrum eigendum fyrirtækisins, feðgunum Konráð Andréssyni og Andrési Konráðssyni. Óli Jón Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri Loftorku er einn fimm lykilstarfsmanna Loftorku sem sendi inn nýtt tilboð. Óli Jón kveðst vonast til að þessi mál skýrist á allra næstu dögum, enda brýnt að koma fyrirtækinu í fullan rekstur að nýju til að verja það frekara tjóni.