Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2009 05:48

Fast skotið á samgönguráðherra af sveitarstjórn Dalabyggðar

Ráðhús Dalabyggðar
Á símafundi byggðarráðs Dalabyggðar í dag var samþykkt ályktun um frestun uppbyggingar vegarins um Laxárdal í Dölum. Í lok ályktunarinnar er hart deilt á þessa ákvörðun samgönguyfirvalda og spurt hvort það hefði verið betra ef umræddur vegur hefði verið í NA kjördæmi? Í upphafi ályktunarinnar segir: “Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir undrun og vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að fresta framkvæmdum við uppbyggingu vegar um Laxárdal. Um er að ræða 3,6 km langan kafla sem búið var að hanna, bjóða út og framkvæmdir voru þegar hafnar. Heildarkostnaður verksins var áætlaður rétt um 70 m.kr. og tilboð lægstbjóðenda var um 70% af þeirri upphæð.”

Þá segir að það sé skiljanlegt að stjórnvöld þurfi að fresta verkefnum vegna efnahagsástandsins, en það verði að meta hvert verkefni fyrir sig. “Búið var að semja og verktakar voru þegar komnir á staðinn og því er ákvörðun um frestun algjörlega óskiljanleg. Við þetta sparast ekki fjármagn því það þarf aftur að leggja í þennan kostnað þegar framkvæmdin verður aftur boðin út. Byggðarráð Dalabyggðar telur ákvörðun samgönguyfirvalda ekki byggjast á faglegu mati og veltir því fyrir sér hvort betra hefði verið ef Laxárdalur væri staðsettur í NA-kjördæmi.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is