20. júlí. 2009 08:03
Tvær umsóknir bárust um embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, en núverandi ráðningartíma Ágústar Sigurðssonar lýkur nú þar sem hann er búinn að vera fimm ár. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur að fenginni umsögn háskólaráðs skipað Ágúst í embættið til næstu fimm ára frá 1. ágúst að telja.