20. júlí. 2009 10:11
 |
Hugi hefur nú tekið við þjálfun kvennaliðsins. |
Kvennalið ÍA hefur ekki átt góða gengi að fagna í sumar frekar en karlalið félagsins. Það er nú í næstneðsta sæti b-riðils 1. deildar með 6 stig, en neðstir eru stigalausir Skagfirðingarnir í Tindastóli/Neista. Þjálfaraskipti urðu hjá kvennaliði ÍA fyrir skömmu. Lúðvík Gunnarsson hætti vegna anna en við tók Hugi Harðarson, sem þekktur er fyrir góðan árangur við þjálfun bæði í sundi og knattspyrnu. Síðan Hugi tók við þjálfun kvennaliðsins hefur það leikið tvo leiki. Fyrst vannst sigur á Tindastóli/Neista 2:0 á Sauðárkróki þar sem Karitas Hrafns Elvarsdóttir og Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir skoruðu mörk ÍA. Í gær lék ÍA síðan gegn Akureyrarliðinu Draupni á Akranesi sem er rétt fyrir ofan Skagastúlkur í töflunni. Draupnir vann leikinn 2:1 og var það Karitas sem skoraði mark ÍA í leiknum.