20. júlí. 2009 11:53
 |
Gestir gæða sér á ís við fjóssdyrnar |
“Það hefur verið mikið að gera í íssölunni í allt sumar og oft fullt út úr dyrum eins og núna,” sagði Þorgrímur E. Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum þegar blaðamann bar að garði á sunnudaginn. Þá var biðröð ferðamanna eftir ís sem seldur er á staðnum og margir fyrir utan að gæða sér á góðgætinu. Þorgrímur segir ísinn auk þess til sölu að Laugum í Sælingsdal og hann verði líka til sölu í nýrri markaðsverslun sem verði opnuð í Reykjavík fljótlega. “Annars verð ég örugglega í vandræðum með að geta sinnt þeirri verslun í sumar því ég hef ekki undan að framleiða ís, svo vel hefur salan gengið,” sagði Þorgrímur. Gestir á Erpsstöðum geta líka skoðað nýja fjósið með leiðsögn og nýta margir sér það.