21. júlí. 2009 11:30
 |
Sundlaugin og Ágúst byggingameistari laugarinnar |
Einmuna veðurblíðan að undanförnu hefur án efa orsakað aukna aðsókn í sundlaugarnar. Grundfirðingar eru yfir sig ánægðir með aðsóknina í nýju laugina sem vígð var á þjóðhátíðardaginn. Bæjarbúar og ferðalangar hafa flykkst í laugina á brakandi blíðunni undanförnu. Metaðsókn var í laugina um síðustu helgi. Á föstudeginum voru sundlaugargestir 170, á laugardag 278 og á sunnudag 182. Væntanlega verður aðsóknin ekki minni í þessari viku þegar von er á fjölmenni í bæinn á „Góða stund í Grundarfirði“ bæjarhátíðina.