22. júlí. 2009 07:29
Föstudaginn 24. júlí klukkan 18.00 mun í Snorrastofu í Reykholti fara fram kynning á útgáfu á bindum 13 og 14 af “Kirkjum Íslands,” sem koma munu út á næstunni. Akraneskirkja, Borgarkirkja, Reykholtskirkja og Stafholtskirkja eru viðfangsefni þessara binda. Bindi 1 til 12 verða höfð til sýnis á staðnum um leið og sett verður upp sýning um þessa merku ritröð, sem unnin var úr efni úr Skagafjarðarprófastsdæmi, Húnavatnsprófastsdæmi og Eyjafjarðarprófastsdæmi, en hún hefur verið í Þjóðminjasafni Íslands frá því í haust. Á dagskrá kynningarinnar í Snorrastofu eru meðal annars stutt kynning Þorseins Gunnarssonar á útgáfunni, markmiði, áætluðum fjölda binda o.s.frv. Þá mun Lilja Árnadóttir flytja erindi um gripi og áhöld í kirkjum Borgarfjarðarprófastsdæmis.