Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2009 03:01

Krakkar ráða för á Vesturlandi

Út er komið „Krakkakort Vesturlands,“ sem sérstaklega er ætlað börnum á ferð með fjölskyldunni. Á kortinu er að finna upplýsingar um þá upplifun og afþreyingu sem er í boði hjá samstarfsaðilunum, fyrir börn og fjölskyldur.  Í ferðalaginu um Vesturland er hægt að kynnast landnámsmönnum og víkingum, tröllum og huldufólki, heimsækja leikfangasafn og sveitabæ, heimili skálds, fara í þjóðgarð, fuglabyggð, að jökli, í sjóferð og upplifa allskyns önnur óvænt ævintýri. “Kortið rýkur út og greinilegt að krökkunum finnst skemmtilegt að gerast leiðsögumenn fjölskyldunnar.  Þannig verða þau virkari í ferðalaginu,” segir í fréttatilkynningu frá útgefendum þess.

Kortið er fyrsti afrakstur samstarfsverkefnisins „Krakkar ráða för,“ sem er tveggja ára vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu, styrkt af iðnaðarráðuneyti, Ferðamálastofu og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Að verkefninu standa níu ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi. Það eru Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, Eiríksstaðir í Dölum, Fossatún í Borgarfirði, Gljúfrasteinn í Mosfellsbæ, Hraunsnef í Borgarfirði, Landnámssetrið í Borgarnesi, Sæferðir í Stykkishólmi, Sögumiðstöðin Grundarfirði og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.  Markaðsstofa Vesturlands er hópnum til aðstoðar, en verkefnisstjóri er Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI í Grundarfirði. 

 

Fleiri skemmtilegar afurðir eiga eftir að líta dagsins ljós og á næsta ári verður einnig unnið að vöruþróun fyrir hópa af börnum og unglingum, þ.m.t. skólahópa. 

Fram að þessu hefur ekki verið tekið mikið tillit til þarfa fjölskyldna á ferð, hér á landi.  Sú nýsköpunarvinna sem hér er verið að vinna er því athyglisverð og reyndar eru fleiri landshlutar nú farnir að leggja meiri áherslu á ferðaþjónustu fyrir fjölskyldur.  Samstarfshópurinn í verkefninu „Krakkar ráða för“ hefur sett sér það markmið að Vesturland standi sig sérstaklega vel í því að taka á móti fjölskyldum á ferð.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is