Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2009 03:01

Krakkar ráða för á Vesturlandi

Út er komið „Krakkakort Vesturlands,“ sem sérstaklega er ætlað börnum á ferð með fjölskyldunni. Á kortinu er að finna upplýsingar um þá upplifun og afþreyingu sem er í boði hjá samstarfsaðilunum, fyrir börn og fjölskyldur.  Í ferðalaginu um Vesturland er hægt að kynnast landnámsmönnum og víkingum, tröllum og huldufólki, heimsækja leikfangasafn og sveitabæ, heimili skálds, fara í þjóðgarð, fuglabyggð, að jökli, í sjóferð og upplifa allskyns önnur óvænt ævintýri. “Kortið rýkur út og greinilegt að krökkunum finnst skemmtilegt að gerast leiðsögumenn fjölskyldunnar.  Þannig verða þau virkari í ferðalaginu,” segir í fréttatilkynningu frá útgefendum þess.

Kortið er fyrsti afrakstur samstarfsverkefnisins „Krakkar ráða för,“ sem er tveggja ára vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu, styrkt af iðnaðarráðuneyti, Ferðamálastofu og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Að verkefninu standa níu ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi. Það eru Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, Eiríksstaðir í Dölum, Fossatún í Borgarfirði, Gljúfrasteinn í Mosfellsbæ, Hraunsnef í Borgarfirði, Landnámssetrið í Borgarnesi, Sæferðir í Stykkishólmi, Sögumiðstöðin Grundarfirði og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.  Markaðsstofa Vesturlands er hópnum til aðstoðar, en verkefnisstjóri er Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI í Grundarfirði. 

 

Fleiri skemmtilegar afurðir eiga eftir að líta dagsins ljós og á næsta ári verður einnig unnið að vöruþróun fyrir hópa af börnum og unglingum, þ.m.t. skólahópa. 

Fram að þessu hefur ekki verið tekið mikið tillit til þarfa fjölskyldna á ferð, hér á landi.  Sú nýsköpunarvinna sem hér er verið að vinna er því athyglisverð og reyndar eru fleiri landshlutar nú farnir að leggja meiri áherslu á ferðaþjónustu fyrir fjölskyldur.  Samstarfshópurinn í verkefninu „Krakkar ráða för“ hefur sett sér það markmið að Vesturland standi sig sérstaklega vel í því að taka á móti fjölskyldum á ferð.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is