Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2009 02:30

Mikil fjölgun gesta í Sögumiðstöðinni

Fimm þúsundasti gesturinn var í þessari fjölskyldu. Hér með Inga Hans.
Þrefalt fleiri gestir hafa nú heimsótt Sögumiðstöðina í Grundarfirði en gerðu sumarið 2007.  Mest fjölgun er í komum Íslendinga, eða 333%.  Komur heimamanna eru 150% tíðari en fyrir tveimur árum og erlendir gestir þrefalt fleiri.  Erlendir gestir hafa yfirleitt verið um 70% á móti 30% Íslendinga og það hlutfall hélst framan af sumri.  Nú er hins vegar að verða breyting á og það sem af er júlí, er hlutfall Íslendinga 34%.  Fimmþúsundasti gestur ársins kom svo í hús síðastliðinn laugardag, 18. júlí.  Til samanburðar má nefna að á síðasta ári var tekið á móti fimmþúsundasta gestinum 4. ágúst.  Sú samsetning þjónustu sem boðið er upp á í Sögumiðstöðinni, virðist virka mjög vel og vera hentug fyrir ferðamenn.  Þar er upplýsingamiðstöð, kaffihús og safn, þar sem gestum er boðið upp á lifandi leiðsögn. 

Leikfangasafnið „Þórðarbúð“ hefur slegið rækilega í gegn í sumar og æ fleiri gestir koma gagngert til að skoða sýningarnar.  Gott orðspor og kynning er greinilega að skila árangri. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is