Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2009 02:30

Mikil fjölgun gesta í Sögumiðstöðinni

Fimm þúsundasti gesturinn var í þessari fjölskyldu. Hér með Inga Hans.
Þrefalt fleiri gestir hafa nú heimsótt Sögumiðstöðina í Grundarfirði en gerðu sumarið 2007.  Mest fjölgun er í komum Íslendinga, eða 333%.  Komur heimamanna eru 150% tíðari en fyrir tveimur árum og erlendir gestir þrefalt fleiri.  Erlendir gestir hafa yfirleitt verið um 70% á móti 30% Íslendinga og það hlutfall hélst framan af sumri.  Nú er hins vegar að verða breyting á og það sem af er júlí, er hlutfall Íslendinga 34%.  Fimmþúsundasti gestur ársins kom svo í hús síðastliðinn laugardag, 18. júlí.  Til samanburðar má nefna að á síðasta ári var tekið á móti fimmþúsundasta gestinum 4. ágúst.  Sú samsetning þjónustu sem boðið er upp á í Sögumiðstöðinni, virðist virka mjög vel og vera hentug fyrir ferðamenn.  Þar er upplýsingamiðstöð, kaffihús og safn, þar sem gestum er boðið upp á lifandi leiðsögn. 

Leikfangasafnið „Þórðarbúð“ hefur slegið rækilega í gegn í sumar og æ fleiri gestir koma gagngert til að skoða sýningarnar.  Gott orðspor og kynning er greinilega að skila árangri. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is