Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2009 07:10

Mikill siglingaáhugi í Hólminum

Um fjörutíu börn og unglingar í Stykkishólmi hafa undanfarið verið á siglinganámskeiði hjá siglingaklúbbi Umf. Snæfells í Stykkishólmi. Að sögn Sumarliða Ásgeirssonar, félaga í siglingaklúbbnum, hefur verið mikil ásókn í námskeiðin bæði nú og í fyrra. Hann sagði biðlista hafa verið á námskeið sem nú stendur yfir. Krakkarnir eru í tvískiptum hópum. Fyrir hádegi sigla átta til tólf ára en þau eldri, allt að sautján ára, sigla eftir hádegi. Siglingaklúbburinn á fjóra Tropper báta sem siglt er á en Sumarliði segir aðdragandann að bátaeigninni hafa verið þá að tveimur siglingaáhugamönnum í Hólminum, þeim Sigurjóni í Skipavík og Guðbrandi útgerðarmanni Arnars SH, hafi þótt ótækt að svona bátar væru ekki tiltækir til að kenna unga fólkinu siglingar. “Þeir keyptu þá þessa báta í eigin reikning og afhentu siglingaklúbbnum alls óvissir um hvort þeir fengju þá greidda. Við erum nú búnir að borga þessa báta og klúbburinn á þá,” segir Sumarliði.

Hann segir klúbbinn hafa sent tvo elstu strákana úr hópnum á leiðbeinendanámskeið og eins hafi verið fengnir leiðbeinendur frá Akureyri. Þá hafa þeir Sigurjón og Guðbrandur aðstoðað en þeir eiga báðir skútur og eru reyndir siglingamenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is