Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2009 11:41

Sígauni selur Snæfellingum gagnslausar uppfinningar

Dögg Mósesdóttir
“Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta byrjað tökur á Hellissandi í kvöld,” segir Grundfirðingurinn Dögg Mósesdóttir, sem er að hefja tökur á stuttmynd á Snæfellsnesi, Flatey og á Brjánslæk. Handritið að myndinni skrifaði Dögg sjálf. “Myndin fjallar um sígauna sem kemur til Íslands til að selja landsmönnum gagnslausar uppfinningar en hann hafði heyrt að Íslendingar keyptu hvað sem væri. Ung stúlka verður svo á vegi hans og þegar líður á söguna kemur í ljós að hún hefur strokið að heiman og skilið eftir sig vafasama slóð,” segir Dögg. Með hlutverk sígaunans fer spænskur vinur Daggar, Lucas Lejado. Stúlkan er leikin af fjórtán ára gamalli efnilegri söngkonu frá Grundarfirði, Sigrúnu Aðalheiði Eiríksdóttur. Aðeins eru þessi tvö föstu hlutverk í sögunni en nokkrir heimamenn koma við sögu í aukahlutverkum.

 

 

Dögg segir myndina verða 25 mínútna langa, sem er með því lengsta af stuttmynd að vera. Hún tekur myndina upp á filmu á Super-8 myndavél. “Ég er búinn að verða mér úti um vél í tökurnar og aðra til vara. Það er ekkert hlaupið að því að fá svona vélar í dag og til dæmis vantaði mig rafhlöðuhylki í vélina og eini maðurinn sem ég fann að gæti útvegað mér það er þýskur og hann er á sjúkrahúsi núna, þannig að ég er með heimasmíðað rafhlöðuhylki á vélinni. Svo er ég með aðra vél til vara. Filmuna verð ég að fá frá Kaliforníu. Mér fannst hæfa að taka þessa mynd á filmu. Sagan er tímalaus og myndin verður í heimildamyndastíl. Þetta verður svona eins og gamalt heimavídeó,” segir Dögg, sem sjálf hefur aldrei tekið á Super 8 vél áður. Hún fær reyndan mann með sér, Friðrik Guðmundsson, sem gerði heimildamyndina um Bobby Fischer. “Ég klippti þá mynd fyrir hann og hann er að gjalda mér þann greiða núna.”

Tökudagar myndarinnar verða níu talsins og reiknar Dögg með að tökum ljúki í lok ágúst. Síðan tekur við framköllun og klipping en Dögg vonast til að myndin verði tilbúin í haust. Víða verður farið við myndatökur því myndin er nokkurskonar ferðasaga sígaunans og verður tekið upp á Arnarstapa, Hellissandi, Rifi og Grundarfirði auk þess sem farið verður með Baldri frá Stykkishólmi til Flateyjar og þaðan á Brjánslæk þar sem sögunni lýkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is