Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2009 12:42

Annað jafntefli ÍA við Leikni í sumar

Skagamenn sóttu Leikni heim í Breiðholtið í gærkvöldi og náðu aðeins jafntefli þrátt fyrir að vera mun sterkara liðið í leiknum. Strax á sjöttu mínútu fengu Skagamenn gott færi til að komast yfir þegar Andri Adolphsson fékk sendingu inn í teiginn en skot hans geigaði. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en dómgæslan þótti slök og kvartaði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA yfir því við dómarann. Leiknismenn komu grimmari til leiks í seinni hálfleik og skilaði það þeim marki sem Gunnar Einarsson skoraði á fimmtugustu og þriðju mínútu. Eftir markið var mikil barátta í báðum liðum en Skagamenn náðu yfirhöndinni í spilinu þegar leið á hálfleikinn. Gísli Freyr Brynjarsson kom inn á sem varamaður og hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu og jafnaði þar með 1-1. Stuttu síðar átti Gísli Freyr skot í stöng. Þrátt fyrir stífa sókn það sem eftir lifði leiks náðu Skagamenn ekki að skora og annað jafntefli þeirra við Leikni í sumar var staðreynd.

 

 

Í viðtali við vefinn fotbolti.net segir Skagamaðurinn Sigursteinn Gíslason, sem þjálfar Leikni, það vera jákvætt að sínir menn séu að berjast. “Nú erum við búnir að spila tvisvar við ÍA og ná jafntefli í báðum leikjum, hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Leiknir og ÍA myndu spila tvo leiki í deild og báðir fara í jafntefli?” Segir Sigursteinn.

Þórður Þórðarson þjálfari ÍA segist í viðtali við sama vef vera ósáttur við jafnteflið. “Við vorum klárlega betri megnið af leiknum. Leiknismenn fengu eina góða sókn sem þeir skoruðu úr. Ég er ánægður með að liðið mitt hélt áfram. Við vorum óheppnir að klára ekki leikinn því við settum mikla pressu á þá í lokin,” segir Þórður og bætti við að ÍA hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik og líka í seinni hálfleik þegar boltinn hafi farið í höndina á leikmanni Leiknis.

Þórður var jafnframt spurður út í vangaveltur um að Skagamenn séu að bæta við sig mönnum og segir hann nokkuð til í því. Verið sé að vinna að því á fullu og leitað sé að tveimur mönnum. “Þetta skýrist von bráðar,” segir Þórður í viðtali við fotbolti.net.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is