Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2009 03:43

Grjóthrun í Leifsbúð í kvöld

Í kvöld klukkan 21 verða tónleikar með hljómsveitinni Grjóthruni í Hólshreppi í Leifsbúð í Búðardal. Grjóthrun í Hólshreppi er vösk sveit manna sem hittust í Hólshreppi hinum forna og ákváðu að gera tónlist. Yrkisefnin eru margslungin og einföld í senn sem er mjög í anda meðlimanna. Grjóthrunsmenn eru svarnir andstæðingar kvótakerfa til sjávar og sveita en þeir eru bæði andstæðingar og stuðningsmenn Evrópusambandsins. Þeir hafa getið sér gott orð fyrir einkar skemmtilega sviðsframkomu og leggja metnað sinn í að flytja aðeins frumsamið efni. 

Grjóthrun í Hólshreppi eru:

Lýður Árnason

Grímur Atlason

Jón Elíasson

Hrólfur Vagnsson

Haraldur Ringsted

Gestur Pálmason

Íris Sveinsdóttir

 

"Það er alltaf spennandi að koma á tónleika með Hruninu – því þú veist aldrei hverjir af ofangreindum mæta til leiks (þó er skilyrði fyrir því að tónleikar geti verið Grjóthrunstónleikar að samflokksmennirnir Lýður og Grímur séu báðir með)," segir í tilkynningu frá Grjóthruni.

 

Aðgangseyrir á tónleikana er 500 nýkrónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is