23. júlí. 2009 03:58
 |
Valdís Þóra. |
Valdís Þóra Jónsdóttur kylfingur úr Leyni á Akranesi er ein í forystu í kvennaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Grafarholti í morgun og lýkur á sunnudaginn. Valdís lék í dag á 74 höggum eða þremur yfir pari vallarins. Eftir 14 fyrstu holurnar var Valdís Þóra einu höggi undir pari og var að spila geysivel en á síðustu fjórum holunum fékk hún fjóra skolla. Í öðru sæti hjá konunum er Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK á 75 höggum og síðan eru þrír kylfingar jafnir á 77 höggum, þær Ragna Björk Ólafsdóttir GK, Eygló Myrra Óskarsdóttir GO.