23. júlí. 2009 05:59
Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellisandi og Rifi laust fyrir klukkan 17 í dag. Við innsetningu á 66 kV línunni Vegamót-Ólafsvík fór einnig rafmagn af Grundarfirði í stutta stund. Vinnuflokkar Rarik og Landsnets vinna að bilanaleit þessa stundina, segir í tilkynningu frá Rarik. Verið er að gangsetja díselvélar í Ólafsvík og vinna í að koma rafmagni á aftur.