Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2009 07:27

Moonað á vegfarendur á Vesturlandsvegi

Vegfarendum sem voru á suðurleið um Vesturlandsveg í gærkvöldi brá heldur betur í brún þegar þeir urðu vitni að fremur ósmekklegu háttarlagi manna á merktum fyrirtækisbíl. “Þannig var að ég var á suðurleið á móts við bæinn Lyngholt í Hvalfjarðarsveit í gærkvöldi ásamt konu minni, ungri dóttur okkar og jafnöldru hennar. Þá er bíl ekið allgreitt upp að hliðinni á okkar bíl, en síðan hægt á honum og ekið samhliða okkar um tíma. Mér var litið til vinstri og í átt að bílnum. Sé ég þá beint inn í óæðri endann á þeim sem hafði setið í farþegasæti bílsins. Þarna sá hann semsagt ástæðu til að “moona” á okkur út um rúðuna á bílnum. Viðkomandi sýndi auk þess leikræna tilburði og skeindi á sér rassboruna um leið og fleygði síðan bréfinu. Okkur brá óneitanlega við þetta enda áttum við síst af öllu von á því að sjá svona bert rassgatið á nokkrum manni, akandi í kvöldkyrrðinni. Sólsetrið var vissulega fallegri sjón en fullur máni af þessu tagi,” sagði ökumaður bíls sem leið átti um Hvalfjarðarsveit klukkan 22:30 í gærkvöldi.

“Eftir að hafa sýnt svona rækilega rassboruna á farþeganum jók ökumaður bílsins ferðina og dreif sig fram að næsta bíl fyrir framan okkur og gerði nákvæmlega það sama þar og síðan koll af kolli við hvern einasta bíl sem þarna var. Það var talsvert þétt umferð bíla á suðurleið og sem betur fer fáir bílar sem komu á móti. Viðkomandi piltar héldu þessu háttarlagi áfram að minnsta kosti í Hvalfjarðargöngin.”

 

Veruleg hætta skapaðist af þessu háttarlagi piltanna því augljóst var að mörgum var brugðið. “Það á náttúrlega enginn von á svona löguðu. Við sáum að mörgum bílstjórum var illa brugðið við að sjá þessa ófögru sjón óvænt út um bílrúðuna hjá sér og voru sumir nálægt því að missa stjórn á bílum sínum. Við sáum fljótt að það væri ábyrgðarhluti að láta þetta háttarlag piltanna óátalið, enda var verið að skapa umtalsverða hættu þarna í umferðinni og hringdum því á lögreglu. Bílnum var auk þess ekið langt yfir leyfilegan hraða í hvert sinn sem ekið var að næsta bíl fyrir framan í röðinni. Ég veit ekkert um eftirmála þessa eftir að för piltanna lá undir Hvalfjörðinn,” sagði ökumaðurinn. Hann bætti því við að börnunum í bílnum hafi verið tíðrætt um það sem þau höfðu séð enda hafði þetta greinilega sært blygðunarkennd þeirra.

 

Bíllinn sem piltarnir óku var rækilega merktur útgerðarfyrirtæki af Suðurnesjum. Skessuhorn hringdi í framkvæmdastjóra fyrirtækisins og var nærtækast að spyrja hvort þetta væri ný aðferð við markaðssetningu sjávarafurða? Útgerðarmaðurinn staðfesti að umræddur bíll væri í hans eigu. Sagði hann skipverja hafa verið á leið norðan úr landi í gærkvöldi og líklega hefðu afleysingamenn hjá sér átt í hlut. “Ég er búinn að kalla þá á teppið hjá mér á morgun. Svona háttarlag verður ekki liðið á bíl í okkar eigu. Það var raun þakkarvert að ekki urðu slys, miðað við lýsingarnar sem ég hef af þessu,” sagði útgerðarmaðurinn í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is