24. júlí. 2009 02:52
Meistaraflokkur ÍA í kvennaknattspyrnu leikur í kvöld gegn toppliði Hauka í fyrstu deildarkeppninni. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst kl. 20.00. Skagastelpurnar töpuðu á mánudaginn leik gegn Draupni frá Akureyri, 2-1, þrátt fyrir að sækja grimmt í leiknum. ÍA er nú í næstneðsta sæti b riðils með sex stig eftir sjö leiki, einu stigi minna en Draupnir, sem hefur leikið einum leik meira. Lið Hauka, sem stelpurnar leika við í kvöld, er með 24 stig en hefur leikið 9 leiki.