Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2009 10:40

Fyrsta skipti sem Skagastúlka vinnur Íslandsmeistaramót í golfi

Valdís Þóra með bikarinn góða.
„Þetta er ótrúleg tilfinning og frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Signý sótti mjög fast að mér og ég var orðin mjög stressuð um að hún myndi komast framúr mér en þetta hófst,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari í kvennaflokki, Valdís Þóra Jónsdóttir, skömmu eftir að hún landaði sigri á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk í gær. Valdís hélt forystunni í mótinu alla fjóra dagana sem keppnin fór fram en Signý Arnórsdóttir náði einu sinni að jafna leikinn þegar keppni var hálfnuð í gær. Valdís Þóra er aðeins 19 ára gömul en þrátt fyrir það er hún  komin í fremstu röð kylfinga hér á landi. Hún er nú í öðru sæti á stigalista kvenna á eftir Signýju Arnórsdóttur. Þetta er í fyrsta skipti sem kona frá golfklúbbnum Leyni vinnur Íslandsmeistaratitil, en þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Emil Ólafsson hafa náð þessum árangri í karlaflokki fyrir klúbbinn. Að þessu sinni varð Ólafur Björn Loftsson frá Nesklúbbnum í Reykjavík Íslandsmeistari karla.

„Þessi sigur á eftir að gefa mér mikið sjálfstraust og reynslu fyrir framtíðina. Það er mikill heiður að vera fyrsta Skagastúlkan til að verða Íslandsmeistari og vonandi brýtur þetta ísinn,“ sagði Valdís Þóra.

 

Nánar verður rætt við Valdísi Þóru í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is