28. júlí. 2009 09:02
Miðvikudaginn 29. júlí klukkan 16:00 getur almenningur nálgast álagningarseðla opinberra gjalda á þjónustuvefnum www.skattur.is Viðkomandi einstaklingur þarf þá að hafa veflykil og skrá kennitölu. Álagningarseðlar verða bornir út fimmtudaginn 30. júlí til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. “Með örfáum undantekningum verða inneignir lagðar inn á bankareikninga föstudaginn 31. júlí eða greiddar út með ávísunum,” segir í tilkynningu frá Skattstjóra. Þá segir að sé inneign tilgreind á álagningarseðli, en ekki getið um útborgun hennar, þá veiti innheimtumaður í viðkomandi umdæmi nánari upplýsingar. Upplýsingar um sjálfa álagninguna veita skattstjórar.