Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2009 07:58

Sumir á kvóta í Fáskrúð - aðrir ekki

Vænn lax úr Fáskrúð. Ljósm. svfr.is
Í vor var ákveðið að 12 laxa kvóti væri á veiðiholl sem veiddu í Fáskrúð í Dölum. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við Veiðimálastofnun, af félögunum Stangveiðifélagi Akraness og Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem skipta veiðitímabilinu á milli sín til helminga. “Félagar í SVFR hafa virt þetta samkomulag að vettugi í sumar og veitt eins og þeir hafa getað. Hafa þeir jafnvel sprengt kvótann um 100%. Samkomulag var að eftir 12 laxa væri veitt og sleppt, en nær allir laxar hafa verið veiddir á maðk í ánni og því engum sleppt,” sagði veiðimaður frá SVFA sem hafði samband við Skessuhorn. Sá segist hafa hitt veiðimenn frá SVFR við Fáskrúð og höfðu þeir sagt að aðeins væri kvóti hjá félögum í SVFA. “Þetta hefur þýtt að Skagamenn hafa virt 12 laxa kvótann en veiðimenn frá SVFR hafa mokveitt fist,” sagði þessi veiðimaður sem alls ekki var ánægður með þessa tilhögun mála. Á vef SVFR kemur ekkert fram um umræddan kvóta og rennir það stoðum undir orð veiðimannsins af Skaganum sem taldi sig og sína misrétti beitta.

Síðasta vika Skagamanna í Fáskrúð gaf 35 laxa og var áin þá komin í rúmlega 100 laxa veiði fyrir síðustu helgi. Hollið sem veiddi frá 22. - 24. júlí fékk 12 laxa og hollið þar á undan fékk 15 laxa. Að sögn veiðimanna sem voru í Dölunum um miðja síðustu viku var laxinn byrjaður að bunka sig upp í Efri Brúarstreng og virkaði tregur til þess að ganga lengra upp ána þrátt fyrir að vatnsbúskapur hafi ennþá verið sæmilegur og ætti ekki að hamla göngum svo um munar. Þyngsti laxinn til þessa veiddist í Miðfljóti á maðk þann 18. júlí og vóg 6 kíló.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is