31. júlí. 2009 08:03
 |
Frá vettvangi eftir ofsaakstur fyrir skömmu |
Í síðustu viku var spurt hér á vef Skessuhorns, að gefnu tilefni:
“Hver eru hæfileg viðurlög við ofsaakstri?” Flestir, eða 37,9%, af 732 sem svöruðu spurningunni, segja að svipting ökuleyfis og há peningasekt sé hæfileg refsins. 32,5% segja peningasekt, ökuleyfissvipting og fangelsisvist að auki. 18,6% segja ævilöng ökuleyfissvipting, en 2,9% segja ekkert af gefnum valkostum réttu refsinguna.