Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2009 11:00

Stór líkamsræktarstöð í undirbúningi

Þórður og Magnús framan við væntanlega líkamsræktarstöð
Hafinn er undirbúningur að opnun stórrar líkamsræktarstöðvar á Akranesi. Stofnað hefur verið félagið Skagasport ehf. um stöðina en hún verður til húsa að Smiðjuvöllum 17 þar sem bílasalan Bílás er núna. Bílás mun hins vegar flytja í autt pláss í hinum enda hússins.  Þeir Magnús Óskarsson í Bílási og Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA eru meðal þeirra sem undirbúa opnun stöðvarinnar. Þeir segja 10-15 hluthafa nú þegar í Skagasporti og kominn sé um helmingur þess hlutafjár sem þurfi að safnast. “Við viljum ekki að þetta verði skuldsett félag og því setjum við okkur ákveðin markmið um hlutafé. Þetta er opið félag og við viljum hafa sem dreifðasta eignaraðild að því. Þess vegna hvetjum við bara alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni að hafa samband,” segir Magnús. Húsnæðið býður upp á gott pláss á tveimur hæðum, samtals um 900 fermetrar.

“Uppi verða búningsklefar, gufubað og heitir pottar en á neðri hæðinni móttaka, setustofa og tækjasalur. Svo verður barnapössun á staðnum. Við erum þegar búnir að fá tilboð í tæki en allur búnaður verður nýr og fullkominn,” segir Magnús.

Þórður segir þá félaga nýta sumarið og haustið vel til undirbúnings og er bjartsýnn. “Við vonumst til að hér verði hægt að opna fyrir jól. Við teljum fulla þörf fyrir svona stöð. Ef ekki er hægt að reka einkarekna líkamsræktarstöð sem þjónar Akranesi og Borgarfirði, þá er það hvergi hægt. Þetta er hátt í átta þúsund manna svæði,” segir hann. Þórður segist koma að stofnun líkamsræktarstöðvarinnar af áhuga á því að bæta aðstöðu á Akranesi til að stunda hreyfingu og heilbrigt líf og segir klárlega þörf á því. Magnús segir að þessi hugmynd sé um tveggja ára gömul hjá sér og með henni slái eigendur Bíláss tvær flugur í einu höggi, stuðli að nýrri og öflugri þjónustu á Akranesi og nýti húsnæði sem nú standi ónotað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is