Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2009 10:00

Misjafn gangur í strandveiðunum

Aðeins var í síðustu viku búið að veiða 27% þess afla sem strandveiðibátar máttu færa að landi í júlímánuði á svæði D, sem nær frá Hornafirði með suðurlandinu að Haffjarðará á Snæfellsnesi. Hins vegar var lokað fyrir strandveiðar á svæði A þann 16. júlí en þá var búið að veiða 89% leyfilegs afla þar. Það svæði er frá og með Eyja- og Miklaholtshreppi að Skagabyggð. Á svæði B, sem er frá Skagafirði að Grýtubakkahreppi var enn minni veiði en á svæði D, en þar hafði aðeins 25% leyfilegs afla verið veiddur. Á svæði C sem frá Þingeyjarsveit að Djúpavogi var búið að veiða 37% leyfilegs afla.

 

 

 

Greinilegt er því að mestur gangur og bestur aflinn hefur verið í strandveiðunum á Breiðafirði, Vestfjörðum og Húnaflóa, samkvæmt þessu. Meðaltalsafli í róðri hjá strandveiðibátum á öllum svæðum er 505 kíló en á svæði A er hann 622 kg í róðri. Á svæði D er meðaltalsaflinn aðeins 253 kíló í róðri. Þetta skýrist af því að júlímánuður hefur aldrei þótt góður til færaveiða fyrir suður- og suðvesturlandi. Í júlí mega strandveiðibátar um land allt veiða samtals 2.967 tonn en skammturinn er mun minni í ágúst, eða 988 tonn. Í júlí máttu bátar á svæði A veiða 724 tonn en hlutur þeirra í ágúst er 329 tonn. Á svæði D má veiða 380 tonn í júlí en í ágúst aðeins 172 tonn. Heildaraflinn á svæði A í júní, júlí og ágúst má vera 1.316 tonn en á svæði D má heildaraflinn þessa þrjá mánuði vera 690 tonn.

 

Auðunn Ágústsson, forstöðumaður veiðiheimildasviðs Fiskistofu, segir að ákvörðun um að loka á svæði A þann 16. júlí hafi verið tekin vegna þess að bátar á því svæði höfðu verið að landa dagana áður samanlagt um 100 tonnum á dag. Miðað við það hefðu þeir náð júlískammtinum þann sextánda. Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um lokun skall á bræla svo að hundrað tonn urðu eftir af júlíaflanum. “Það kemur ekki að sök því þau 100 tonn bætast bara við ágústaflann hjá bátum á þessu svæði,” segir Auðunn en aðeins er horft til heildarúthlutunar og þar sem ekki veiðist upp í hámark í júní eða júlí flyst mismunurinn til næsta mánaðar. “Kannski hefði verið betra að Veðurstofan hefði tekið ákvörðunina um stoppið heldur en Fiskistofa. Þessi mánaðaskipting var sett á fyrst og fremst til að stýra þessu eitthvað svo ekki yrði allt klárað strax. Ef vel viðrar verða þeir líklega ekki nema 4-5 daga að ná ágústaflanum á svæði A,” sagði Auðunn Ágústsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is