Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2009 01:38

Alþjóðleg ungmennaskipti á vegum Lions

Fyrr í júlímánuði var staddur hér á landi, í boði Lionsklúbba og með styrk ýmissa fyrirtækja, ellefu manna hópur 17-20 ára fólks frá átta löndum. Ferð þessi nefndist Lions Friendship Camp 2009. Fólkið kom til landsins 3. júlí og dvaldi fyrstu vikuna á heimilum lionsmanna norður í landi, frá Hólmavík og til Sauðárkróks. Föstudaginn 10. júlí kom fólkið í Borgarnes og var til föstudagsins 17. júlí á vegum lionsklúbbanna í Borgarnesi og á Akranesi.  “Við höfum skipt þessu verkefni á milli okkar klúbbarnir. Gist var í Grunnskólanum í Borgarnesi og á okkar vegum var gert ýmislegt fyrir krakkana.  Farið var í Hvalfjörðinn, á Akranes og upp í Borgarfjörð.  Á miðvikudeginum var farið í Straumfjörð og fimmtudag, á alþjóða friðardeginum, var unnið verkefni í umsjón tveggja lionskvenna. Þema verkefnisins var: “Er friður mögulegur í heiminum?”

Eftir dvölina í Borgarnesi fór hópurinn síðan til lionsmanna í Mosfellsbæ og Reykjavík sem sá um þau síðustu vikuna þar til þau fóru af landi brott,” segir Skúli Ingvarsson, lionsmaður í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. 

 

Frá Íslandi fer ungt fólk á vegum Lionsfélaga til annarra landa en samstarf þetta er alþjóðlegt milli Lionsklúbba víðsvegar um heiminn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is