Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2009 01:38

Alþjóðleg ungmennaskipti á vegum Lions

Fyrr í júlímánuði var staddur hér á landi, í boði Lionsklúbba og með styrk ýmissa fyrirtækja, ellefu manna hópur 17-20 ára fólks frá átta löndum. Ferð þessi nefndist Lions Friendship Camp 2009. Fólkið kom til landsins 3. júlí og dvaldi fyrstu vikuna á heimilum lionsmanna norður í landi, frá Hólmavík og til Sauðárkróks. Föstudaginn 10. júlí kom fólkið í Borgarnes og var til föstudagsins 17. júlí á vegum lionsklúbbanna í Borgarnesi og á Akranesi.  “Við höfum skipt þessu verkefni á milli okkar klúbbarnir. Gist var í Grunnskólanum í Borgarnesi og á okkar vegum var gert ýmislegt fyrir krakkana.  Farið var í Hvalfjörðinn, á Akranes og upp í Borgarfjörð.  Á miðvikudeginum var farið í Straumfjörð og fimmtudag, á alþjóða friðardeginum, var unnið verkefni í umsjón tveggja lionskvenna. Þema verkefnisins var: “Er friður mögulegur í heiminum?”

Eftir dvölina í Borgarnesi fór hópurinn síðan til lionsmanna í Mosfellsbæ og Reykjavík sem sá um þau síðustu vikuna þar til þau fóru af landi brott,” segir Skúli Ingvarsson, lionsmaður í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. 

 

Frá Íslandi fer ungt fólk á vegum Lionsfélaga til annarra landa en samstarf þetta er alþjóðlegt milli Lionsklúbba víðsvegar um heiminn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is