Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2009 02:49

Hundrað sinnum Út og suður

Freyr og Gísli við Miðvík í Aðalvík á Hornströndum.
Næstkomandi sunnudag, þann 9. ágúst, sýnir Sjónvarpið hundraðasta þáttinn af Út og suður frá upphafi. Þættirnir hófu göngu sína vorið 2003 og hafa verið á dagskrá á hverju sumri síðan. Viðmælendur í þáttunum eru komnir á þriðja hundraðið, fólk af öllum stærðum og gerðum út og suður um landið. Í tilefni af þessum tímamótum verður þátturinn á sunnudag ríflega tvöfalt lengri en venjulega og þar verður farið út en reyndar ekki suður. Gísli Einarsson umsjónarmáður ásamt Frey Arnarsyni myndatökumanni heimsóttu nefnilega Hornstrandir nú síðla sumars og skoðuðu lítið horn af þessu hrjóstruga og stórbrotna svæði.

Í þættinum ræðir Gísli við Jón Björnsson, landvörð á Hornströndum sem gengur 600 kílómetra á ári út og suður um Hornstrandir á fimmtán ára gömlum gúmmístígvélum. Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands, ræðir um heimskautarefinn og sem lifir góðu lífi í friðlandinu og þá tekur Gísli hús á mæðgininum Birnu Pálsdóttur og Hrólfi Vagnssyni sem dvelja sumarlangt í gamla Læknishúsinu á Hesteyri. Hrólfur dvelur til skiptist í Hamborg og á Hesteyri og á sumrin má vart á milli sjá hvor er meiri stórborg.

 

Lítið horn af Hornströndum í hundraðasta þætti Út og suður í Sjónvarpinu sunnudaginn 9. ágúst kl. 19.35 að staðartíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is