Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2009 12:03

Moulin Rouge á fjalirnar í Snæfellsbæ

Söngleikurinn Moulin Rouge verður frumsýndur í félagsheimlinu Klifi í Ólafsvík fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi. Tvær sýningar verða og sú seinni daginn eftir, föstudaginn 21. ágúst. Allur ágóði af sýningunum rennur til góðgerðarmála en 80% fara til langveikra barna og 20% til fatlaðra í Snæfellsbæ.  Moulin Rouge gerist í París um árið 1900 og fjallar um fylgdarkonu sem verður ástangin af rithöfundi. Það sem flækir svo málið er að herforingi er ástfanginn af henni og um þennan þríhyrning fjallar söngleikurinn. Tíu leikarar og átta dansarar taka þátt í sýningunni auk sviðsmanna, förðunarfólks og annarra aðstoðarmanna. Kristný Rós Gústafsdóttir leikstjóri segir hópinn á breiðu aldursbili eða frá fjórtán ára til tæplega fimmtugs.

“Við fluttum eitt lag og sýndum dansatriði úr söngleiknum á Ólafsvíkurvöku við góðar undirtektir. Þetta er stór hópur og skemmtileg blanda af fólki. Við njótum líka góðs stuðnings frá Snæfellsbæ við uppfærsluna,” segir Kristný Rós, sem er Ólsari í húð og hár. Hún býr í Ólafsvík á sumrum en í Reykjavík á veturna þar sem hún stundar guðfræðinám.

 

 

Ljósm: Leikhópurinn, ljósm. sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is