Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2009 03:58

Kynslóðir heyverkunaraðferða koma og fara

Segja má að þeir íslensku bændur sem komnir eru til vits og ára hafi upplifað nokkrar kynslóðir heyverkunaraðferða. Þeir elstu muna þegar hey var flutt með hestum af velli og þá oft talað um hestburð af heyi, eða tvo bagga. Þá var hey tekið saman í hrúgur sem ýmist voru nefndar bólstrar, sátur, galtar eða fúlgur, misjafnt eftir landhlutum. Síðan tók við aukin vélvæðing og bundið var í bagga eða hirt laust með sjálfhleðsluvögnum. Eftir það tímabil tóku svo við rúllubindi- og stórbaggavélar sem algengastar eru í dag. Á allra síðustu árum hefur það einnig færst í vöxt að bændur taka upp eldri aðferðir á ný, svo sem að hirða hey í stæður og verka í vothey eða jafnvel að þeir hirða þurrt í hlöður, en nota nú stórvirka sjálfhleðsluvagna. Þessar aðferðir eru teknar upp á ný sökum mikils kostnaður við kaup á rúllubaggaplasti.

En það eru ekki allir bændur sem tileinka sér allar þær kynslóðir heyverkunaraðferða sem ryðja sér til rúms. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var undir lok síðasta mánaðar, er Guðmundur Magnússon bóndi í Arnþórsholti í Lundarreykjadal að aka heim með skrjáfþurrt hey og jafnframt síðustu tugguna úr fyrri slætti. Guðmundur, eða Dúddi í Holti eins og hann er jafnan kallaður, ekur hér heim tröðina á 40 ára gamalli Ursus dráttarvél með sjálfhleðsluvagninn í eftirdragi. Heyinu mokar hann í gnýblásarann sem spýtir því inn í hlöðuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is