Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2009 09:03

Metið í Búðardalsá gæti fallið

“Góður gangur hefur verið í veiði í Búðardalsá þetta sumarið. Fyrir fáum dögum voru komnir á land 359 laxar á stangirnar tvær,” sagði Brynjar Már Magnússon, sem oft hefur veitt í Búðardalsá á Skarðsströnd. “Tímabilið er rétt hálfnað en veitt er til 22. september og seinni hluti tímabilsins hefur oftast gefið einkar vel. Því kann metið frá því í fyrra að falla, en þá veiddust 674 laxar. Áin er full af fiski og hann er dreifður um allt. Hollið sem tók við í gær veiddi 18 laxa á fyrstu vaktinni. Sjálfur var ég við veiðar þarna fyrir rétt rúmum hálfum mánuði og tók hollið 27 laxa. Það lítur því út fyrir að áin sé í þriðja sæti yfir bestu meðalveiði á stöng á eftir Laxá á Ásum og Leirvogsá,” sagði Brynjar í samtali við Skessuhorn fyrir helgi.

Breyting sem gerð var á fiskvegum í Búðardalsá fyrir nokkrum árum hefur auðveldað laxi að ganga upp á efri svæði árinnar og aukin hrygning á efra svæðinu hefur skilað því að síðustu ár hefur verið mun meiri veiði í ánni en áður þekktist. Ekki er lengur sleppt seiðum í Búðardalsá og sýnir veiði þessa árs að áin getur verið sjálfbær,” sagði veiðimaðurinn Brynjar um ána.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is