Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2009 11:02

Lítið gengur hjá Vesturlandsliðunum

Heldur var uppskeran rýr hjá Vesturlandsliðunum í leikjum helgarinnar. Skagamönnum tókst ekki að knýja fram sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ á föstudagskvöldið, gerðu jafntefli og eru því enn í bullandi fallhættu í 10. sæti deildarinnar, með 17 stig, þremur stigum ofar en Afturelding. Víkingar frá Ólafsvík biðu lægri hlut gegn Haukum á Ásvöllum og nú virðist kraftaverk þurfa til svo að Ólafsvíkingar falli ekki í 2. deildina. Þeir eru einungis með 7 stig eða tíu stigum minna en Skagamenn þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu.

Skagamenn voru mjög seinir að taka við sér í Mosfellsbænum og þótti leikurinn ekki mikil skemmtun. Það var helst hinn ungi Andri Adolphsson sem gladdi augað á vinstri kantinum hjá ÍA en hann var valinn maður leiksins á fotbolti.net. Páll Gísli Jónsson var að leika sinn fyrsta leik í hátt í tvö ár fyrir Skagann og var ekki mikið að gera hjá honum í markinu. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir að Mosfellingarnir kæmust yfir í leiknum á 60. mínútu. Það var eiginlega ekki fyrr en þá sem Skagamann byrjuðu leikinn almennilega. Ragnari Leóssyni var skipt inná og við það lifnaði yfir sóknarleiknum. Það var á 82. mínútu sem Andri sendi góða sendingu fyrir markið og þar var Ragnar mættur og jafnaði metin. Skagamenn áttu síðan ein þrjú færi undir lokin til að gera út um leikinn en tókst ekki að knýja fram sigur. Jafntefli var því staðreynd.

 

Sem oftar í sumar var lítið bit í sóknarleik Ólafsvíkur Víkinga þegar þeir mættu Haukum í Hafnarfirði á laugardaginn. Haukarnir voru mun betri aðilinn í leiknum og tókst með sigrinum að endurheimta annað sætið í deildinni. Þeir skoruðu eitt mark í fyrri hálfleiknum og gerðu síðan út um leikinn með því að bæta við tveimur mörkum í byrjun seinni hálfleiks. Brynjari Gauta Guðjónssyni tókst að minnka fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur því 3:1 fyrir Hauka.

 

Vesturlandsliðin fá topplið deildarinnar í heimsókn í næstu umferð sem fram fer á fimmtudagskvöldið. ÍA mætir þá Haukum og Víkingar Selfyssingum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is