Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2009 02:15

Spara í norrænu samstarfi og námskeiðahaldi

Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness voru samþykktar tvær tillögur frá starfshópi sem myndaður var um hagræðingu og sparnað til að bregðast við efnahagsástandinu. Fyrri tillagan sem samþykkt var á fundinum var að viðmiðunarreglur um styrki til bæjarfulltrúa vegna námskeiða eða ráðstefna gildi ekki fyrir árin 2009 og 2010. Hin tillagan var um niðurskurð til norræns vinabæjarsamstarfs.

Á fundinum var samþykkt að kjörnir bæjarfulltrúar eigi rétt á því að sækja námskeið og ráðstefnur innanlands eða erlendis um málefni sveitarfélaga. Bæjarsjóður legði til allt að kr. 35.000 á ári á hvern bæjarfulltrúa eða samtals kr. 140.000 á kjörtímabili. Áskilið var að ráðstefnan eða námskeiðið sé skipulagt á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga eða sambærilegs aðila. Samkvæmt nýrri samþykkt bæjarráð verða ekki boðið upp styrki til bæjarfulltrúa á Akranesi að sækja námskeið og ráðstefnur á þessu ári og því næsta.

Þá fól bæjarráð bæjarstjóra að tilkynna vinabæjum Akraness á Norðurlöndunum að Akraneskaupstaður muni ekki vegna efnahagsaðstæðna leggja fjármagn til norræns samstarfs á árunum 2009 og 2010.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is