Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2009 12:01

Reykholtskirkja býður til sérstæðra tónleika á laugardaginn

Á morgun, laugardag verður boðið til afar sérstæðra tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði og hefjast þeir um nónbil, eða klukkan 15.00. Þar munu tónlistarmennirnir Martin Frewer, sem leikur á barrokfiðlu og Dean Ferrell, sem leikur á violone og basse de violon flytja Talnabandssónöturnar eftir bæheimska tónskáldið Heinrich Biber (1644 - 1704). Sónötur þessar eru í fimm hlutum og er meiningin að gestir geti valið um að hlýða á þær allar eða færri, þar sem hlé verður gert á milli flutnings þeirra.  Fiðlusnillingurinn Biber er frá Bæheimi og samdi hann óperur, kórverk og kammertónlist en frægð hans byggist aðallega á Talnabandssónötunum (Rosenkranz sónötur eða leyndardómssónötur). Í þeim eru strengirnir stilltir á mismunandi hátt til að ná óvenjulegum áhrifum.

Talnabandssónöturnar eru fimmtán talsins en skiptast í þrjá hluta með fimm sónötum í hverjum hluta. Sónöturnar eru hugleiðingar um ævi Jesú Krists og Maríu Guðsmóður.

Fimm fyrstu (gleði) sónöturnar, hinir gleðilegu leyndardómar, segja frá fæðingu frelsarans og fyrstu tólf árunum í lífi hans. Næstu fimm (sorgar) sónöturnar, hinir þjáningarfullu leyndardómar, fjalla um þjáningu og dauða Jesú. Síðustu fimm (dýrðar) sónöturnar, hinir dýrðarríku leyndardómar, segja frá upprisunni fram að krýningu Maríu.

 

Tónleikarnir verða í þrennu lagi með hléum á milli og tekur flutningur þrjár klukkustundir. Hugmyndin er að menn geti komið þegar þeim hentar. Aðgangur er ókeypis í boði tónlistarmannanna og Reykholtskirkju. Allir eru velkomnir og hvattir til þess að hlýða á afar sérstæða tónlist í flutningi afburða tónlistarmanna.

 

Dean Ferrell

Dean Ferrell stundaði kontrabassanám við The Juilliard School of Music en kannari hans þar var David Walter. Dean var gestafyrirlesari við The University of California á árunum 1981-83, en þar lék hann einnig undir barokkdanstímum. Hann hefur verið meðlimur í Hong Kong Philharmonic, San Diego Symphony, San Jose Symphony, Pacific Symphony, Den Norske Opera, Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1990-93 og frá 1998.

Dean hefur lengi leikið og stúderað barokktónlist, og notkun violone (forvera kontrabassans). Hann tekur reglulega þátt í flutningi barokktónlistar hérlendis sem erlendis.

 

Martin Frewer

Martin Frewer útskrifaðist sem stærðfræðingur frá Oxford University. Á sama tíma var hann í einkatímum hjá fiðlukennaranum Yfrah Neaman. Eftir útskrift hélt hann áfram fiðlunámi í Guildhall School of Music & Drama í London hjá Yfrah Neaman og lærði þá einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson.

Árið 1983 fluttist Martin til Íslands til að spila með Sinfóníuhljómsveitinni. Um aldamótin tók hann frí í tvö og hálft ár og vann þá sem hugbúnaðarhönnuður.

Nú starfar hann bæði við hugbúnaðargerð hjá hátæknifyrirtækinu Völku og sem tónlistarmaður. Hann spilar með Biber tríóinu, Sardas kvartettinum, Árstíðakvartettinum, Bachsveitinni í Skálholti og ýmsum kammersveitum og hópum auk SÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is