Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2009 02:31

Góður kippur í hvalveiðunum síðustu vikuna

„Það hefur færst mikið líf í þetta hjá okkur síðustu vikuna eftir að veðurskilyrðin bötnuðu. Núna er einmitt Hvalur 8 að leggjast upp að með sjötugastu og sjöundu langreyðina í sumar. Ég er bara að taka við spottanum frá þeim núna,“ sagði Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson vinnslustjóri hjá Hval hf þegar Skessuhorn leitaði frétta í Hvalstöðinni í morgun. Langvarandi þokur hafa gert hvalveiðimönnum erfitt um vik við veiðarnar í sumar en síðustu vikuna hafa verið mjög ákjósanleg skilyrði, en skipin hafa verið að veiðum um 180 mílur vestur af Hvalfirði.

Að sögn Gunnlaugs skiptast skipin á að koma með hvalinn og þeir eru tveir sem koma á land upp á hvern einasta dag núna þegar veðrið hamlar ekki. „Þetta hefur gengi mjög vel og við þekkjum engin vandamál hérna í Hvalfirðinum. Þetta er eins gott og hugsast getur og mér skilst að það séu heldur engin vandræði með að selja afurðirnar frekar en annað hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur Fjólar.

Hvalveiðarnar byrjuðu 18. júní sl., en til að byrja með var bara eitt skip á veiðum. Aðspurður hvað búast mætti við að hvalveiðarnar muni standa lengi þetta árið, hvenær yrði búið að veiða þann sem fyllti hálft annað hundraðið eins og leyfi er fyrir, sagði Gunnlaugar að það væri ekki hægt að segja nákvæmlega til um það. „Eins og þú veist þá byggist þetta allt á veðri og vindum til sjós. Veiðarnar standa áreiðanlega út september, sjálfsagt eitthvað fram í október.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is